Körfubolti

Njarðvíkingar bæta við sig reyndum bakverði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zabas í búningi Tartu Rock frá Eistlandi.
Zabas í búningi Tartu Rock frá Eistlandi.

Njarðvík hefur samið við Evaldas Zabas um að leika með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann fæddist í Litháen en fluttist til Kanada á unglingsárum.

Hinn 31 árs Zabas er bakvörður sem hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2008.

Zabas hefur farið víða og leikið í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Tékklandi, Kanada, Litháen, Eistlandi, Grikklandi, Belgíu og á Spáni.

Njarðvík endaði í 2. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Þá komust Njarðvíkingar í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Stjörnumönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.