Sport

Fljótasti maður Íslands: Fimm ár að bæta sig um eina sekúndu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ari Bragi Kárason.
Ari Bragi Kárason.
Spretthlauparinn og tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason var í íþróttaþættinum GYM á Stöð 2 í gær þar sem víða var komið við sögu.

Ari Bragi er atvinnutónlistarmaður sem spilar á trompet. Það eru ekki mörg ár síðan hann byrjaði að æfa spretthlaup en það varð snemma ljóst að það lá vel fyrir honum.

Hann hefur tvíbætt Íslandsmetið í 100 metra hlaupi sem nú stendur í 10,51 sekúndu. Metið setti hann fyrir tæpum þremur árum síðan og má sjá hér að neðan.





„Þegar ég hljóp fyrst árið 2013 án þess að hafa æft neitt þá hljóp ég á 11,50 og eitthvað. Á fimm árum hef ég því bætt mig um sekúndu,“ segir Ari Bragi í þættinum.

„Það er ógeðslega lítið og ógeðslega mikil vinna á bak við það. Ef ég bæti mig um sekúndu í viðbót þá á ég heimsmetið. Það er aftur á móti ekki að fara að gerast. Það er leiðinlegt að segja það.“

Sjá má innslag úr þættinum hér að neðan.



Klippa: GYM: Ari Bragi um bætingarnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×