Körfubolti

Sigurður Gunnar búinn að semja við lið í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR vísir/vilhelm
Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki spila með ÍR-ingum í Domino's deild karla í vetur en hann er búinn að semja við franska liðið BC Orchies.

Félagið, sem spilar í frönsku C-deildinni, greindi frá komu Sigurðar í gærkvöldi en mbl.is greindi fyrst íslenskra fjölmiðla frá fréttunum.

Sigurður var lykilmaður í liði ÍR síðasta vetur þegar liðið fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn KR. Hann var með 13,4 stig að meðaltali í leik í vetur og var valinn í úrvalslið ársins.

Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið í viðræðum við ÍR-inga um að vera áfram í Breiðholtinu, en í samningi hans var klásúla um að hann mætti fara ef tilboð bærist að utan.

Orchies er fjórða erlenda félagið sem Sigurður leikur með, en hann hefur áður spilað í Svíþjóð og Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×