Körfubolti

Sigurður Gunnar búinn að semja við lið í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR vísir/vilhelm

Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki spila með ÍR-ingum í Domino's deild karla í vetur en hann er búinn að semja við franska liðið BC Orchies.

Félagið, sem spilar í frönsku C-deildinni, greindi frá komu Sigurðar í gærkvöldi en mbl.is greindi fyrst íslenskra fjölmiðla frá fréttunum.

Sigurður var lykilmaður í liði ÍR síðasta vetur þegar liðið fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn KR. Hann var með 13,4 stig að meðaltali í leik í vetur og var valinn í úrvalslið ársins.

Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið í viðræðum við ÍR-inga um að vera áfram í Breiðholtinu, en í samningi hans var klásúla um að hann mætti fara ef tilboð bærist að utan.

Orchies er fjórða erlenda félagið sem Sigurður leikur með, en hann hefur áður spilað í Svíþjóð og Grikklandi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.