Handbolti

Hreiðar Levý samdi við Selfoss en spilar með Valsmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hreiðar mættur í rauðu treyjuna. Hér er hann með Hlyni Morthens markvarðarþjálfara og Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara.
Hreiðar mættur í rauðu treyjuna. Hér er hann með Hlyni Morthens markvarðarþjálfara og Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara. mynd/valur
Karlalið Vals í handknattleik fékk mikinn liðsstyrk í dag er silfurdrengurinn frá Peking, Hreiðar Levý Guðmundsson, gekk í raðir Valsmanna.

Hreiðar er reyndar formlega leikmaður Selfoss en er svo lánaður til Valsmanna. Að sama skapi mun Selfoss fá markvörðurinn unga, Einar Baldvin Baldvinsson, að láni frá Valsmönnum. Þetta er flétta milli félaganna sem allir eru sáttir við.

„Það eru allir mjög sáttir við þetta svona. Einar Baldvin fær fleiri tækifæri með góðu liði Selfyssinga og Hreiðar Levý kemur svo og myndar gott teymi með Daníel Frey Andréssyni hjá okkur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, yfirþjálfari hjá Valsmönnum.

Hreiðar Levý er einn reynslumesti markvörður landsins. Hann er 38 ára gamall, hefur spilað um 150 landsleiki fyrir Ísland og sýndi með Gróttu síðasta vetur að hann er langt frá því að vera búinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×