Handbolti

Stjarnan fær Andra Þór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Þór Helgason.
Andri Þór Helgason. vísir/bára

Andri Þór Helgason hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Andri kemur til félagsins frá Fram þar sem han hefur leikið síðustu þrjú ár en hann hefur verið einn besti vinstri hornamaður deildarinnar.

Andri er uppalinn í Kópavoginum og var meðal annars í leikmannahópi liðsins sem varð Íslandsmeistari árið 2012.

Í vetur skoraði Andri að meðaltali tæplega fjögur mörk í leik en hann var með skotnýtingu upp á 68,9%.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.