Golf

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía að gera flotti hluti í Ohio.
Ólafía að gera flotti hluti í Ohio. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í gegnum niðurskurðinn á Prasco Charity-meistaramótinu sem fer fram í Cincinatti í Ohio um helgina.

Ólafía spilaði ágætt golf á fyrsta hringnum. Hún nældi í tvo fugla en tveir skollar komu á sjöundu og tíundu holunni. Hún endaði því á parinu.

Spilamennskan var eins í dag. Tveir skollar, tveir fuglar og fjórtán pör litu dagsins ljós í dag og því kom hún aftur í hús á parinu

Sem stendur er Ólafía í 36. sætinu en ekki eru allir búnir að spila sinn hring í dag. Ólafía er þó komin í gegnum niðurskurðinn en niðurskurðurinn miðast við eitt högg yfir pari.

Þriðji og síðasti hringurinn verður spilaður á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.