Handbolti

Ísak heim í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak í leik með FH.
Ísak í leik með FH. vísir/vilhelm

Ísak Rafnsson er á heimleið og mun leika með FH í Olís-deild karla í vetur eftir eitt ár í atvinnumennsku í Austurríki.

Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum sínum en Ísak mun verða tilkynntur sem leikmaður Hafnarfjarðarliðsins á næstu dögum.

Ísak er fæddur og uppalinn í Krikanum og hefur leikið þar alla tíð fyrir utan þetta eina tímabil í fyrra er hann lék með Scwaz Handball Tirol í Austurríki.

Ísak var þar í lykilhlutverki í bæði vörn og sókn en undanfarin tímabil með FH hafði hann aðallega leikið sem varnarmaður. Hann hefur einnig leikið upp öll yngri landslið Íslands.

Sigursteinn Arndal er tekinn við FH-liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni en FH datt út í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Coca-Cola bikarnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.