Erlent

Tíu leiðtogaefni Íhaldsflokksins tilkynnt

Andri Eysteinsson skrifar
10 litlir Íhaldsmenn....
10 litlir Íhaldsmenn....
Listi yfir þá tíu Íhaldsmenn sem sækjast eftir því að vera eftirmaður Theresu May í starfi leiðtoga Íhaldsflokksins hefur nú verið birtur. Fjöldi atkvæðagreiðslna verða nú haldnar milli þingmanna Íhaldsflokksins til þess að fækka frambjóðendum niður í tvo. BBC greinir frá.

Kosið verður milli þeirra tveggja, sem þingmennirnir styðja, af flokksmönnum Íhaldsflokksins, sama hvort þeir séu á þingi eður ei. Þeir Íhaldsmenn sem sækjast eftir því að hneppa hnossið og lyklavöldin að Downingstræti 10 eru eftirfarandi.

Michael Gove, umhverfisráðherra í stjórn Theresu May

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra

Mark Harper, fyrrverandi þingflokksformaður

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra í stjórn Theresu May

Sajid Javid, innanríkisráðherra í stjórn Theresu May

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra

Andrea Leadsom, forseti þingráðsins

Esther McVey, fyrrverandi atvinnu- og eftirlaunaráðherra

Dominic Raab, fyrrverandi ráðherra Brexit-mála

Rory Stewart, þróunarráðherra.

Theresa May, sem steig til hliðar í vikunni gegnir enn embætti forsætisráðherra Bretlands og mun gera það þar til að eftirmaður hefur verið skipaður. Fyrsta atkvæðagreiðslan er áætluð 13. júní næstkomandi útlit er fyrir að 20. júní verði tveir frambjóðendur eftir. Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður svo tilkynntur í kringum 22. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×