Körfubolti

Durant sleit hásin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant leikur ekki körfubolta næstu mánuðina.
Durant leikur ekki körfubolta næstu mánuðina. vísir/getty

Kevin Durant sleit hásin í fimmta leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar í gær.

Durant sneri aftur í lið meistaranna á þriðjudaginn eftir rúmlega mánaðar fjarveru vegna kálfameiðsla. Hann hafði ekkert leikið með Golden State síðan í leik fimm gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 8. maí.

Durant var í byrjunarliði Golden State í leiknum í gær en meiddist í 2. leikhluta. Óttast var að meiðslin væru alvarleg og sú var raunin. Durant gekkst undir aðgerð í dag.

Golden State vann leikinn á þriðjudaginn, 105-106, og minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu í 3-2. Liðin mætast í sjötta sinn á heimavelli Golden State aðfaranótt föstudags. Vinni meistararnir ráðast úrslitin í oddaleik.

Durant skoraði 32,3 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann varð meistari með Golden State 2017 og 2018 og var valinn besti leikmaður úrslitanna í bæði skiptin.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.