Körfubolti

Durant ferðaðist til New York í læknisskoðun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Durant liggur í gólfinu.
Durant liggur í gólfinu. vísir/getty
Kevin Durant, miðherji Golden State Warriors, ferðaðist til New York á þriðjudagnin þar sem hann undirgengst skoðun á hásin. ESPN greinir frá.ESPN greinir frá því að talið sé að Durant sé með slitna hásin en það mun koma í ljós er hann gengst undir skoðun í New York.Reiknað er með að það komi í ljós í dag hversu lengi Durant verði frá en beðið er eftir tilkynningu frá meisturunm í Golden State.Bob Myers, stjórnarmaður Golden State, sagði eftir leikinn í fyrrinótt að hann vissi ekki hversu lengi Durant yrði frá en viðbrögð þjálfara og leikmanna segði sína sögu.Durant hefur farið á kostum í úrslitakeppninni. Hann er með að meðaltali 32,3 stig að meðaltali og það er ljóst að þetta er mikið högg fyrir meistarana í Golden State.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.