Körfubolti

Durant ferðaðist til New York í læknisskoðun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Durant liggur í gólfinu.
Durant liggur í gólfinu. vísir/getty

Kevin Durant, miðherji Golden State Warriors, ferðaðist til New York á þriðjudagnin þar sem hann undirgengst skoðun á hásin. ESPN greinir frá.

ESPN greinir frá því að talið sé að Durant sé með slitna hásin en það mun koma í ljós er hann gengst undir skoðun í New York.

Reiknað er með að það komi í ljós í dag hversu lengi Durant verði frá en beðið er eftir tilkynningu frá meisturunm í Golden State.

Bob Myers, stjórnarmaður Golden State, sagði eftir leikinn í fyrrinótt að hann vissi ekki hversu lengi Durant yrði frá en viðbrögð þjálfara og leikmanna segði sína sögu.

Durant hefur farið á kostum í úrslitakeppninni. Hann er með að meðaltali 32,3 stig að meðaltali og það er ljóst að þetta er mikið högg fyrir meistarana í Golden State.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.