Körfubolti

Golden State minnkaði muninn eftir spennutrylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry var geggjaður í nótt.
Curry var geggjaður í nótt. vísir/getty
Ríkjandi NBA-meistarar, Golden State Warriors, eru enn á lífi í úrslitaeinvíginu gegn Toronto Raptors en Warriors unnu fimmta leik liðanna í nótt, 106-105.

Toronto var komið í 3-1 í einvíginu og hefði með sigri á heimavelli í kvöld getað tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta sinn en allt kom fyrir ekki.

Það var fínn kraftur í Golden State í fyrsta leikhlutanum og þeir voru sex stigum yfir eftir hann. Þeir voru einnig sex stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 62-56.

Heimamenn minnkuðu hægt og rólega metin í síðari hálfleik og komust yfir er fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þeir náðu mest sex stiga forystu í leiknum en meistararnir voru ekki hættir.







Stephen Curry og Klay Thompson tóku leikinn í sínar  hendur. Þeir settu fjórar þriggja stiga körfur í röð og það var einmitt þriggja stiga karfa frá Klay Thompson sem breytti stöðunni úr 103-103 í 106-103, Golden State í vil.

Kyle Lowey náði að minnka muninn niður í eitt stig, 106-105, með sniðskoti en nær komust þeir ekki og Golden State því búið að minnka muninn í 3-2.







Stephen Curry var magnaður í liði Golden State. Hann gerði 31 stig en auk þess tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Meistararnir urðu fyrir áfalli í leiknum er Kevin Durant meiddist á hásin.

Í liði Toronto var það Kawhi Leonard, einu sinni sem oftar, var stigahæstur. Hann gerði 26 stig og tók þar að auki tólf fráköst.

Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í Golden State.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×