Körfubolti

Durant meiddist aftur í nótt: „Var eins og að taka skot af Tequila, ég fékk nýtt líf“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Durant situr á gólfinu í nótt. Sárþjáður.
Durant situr á gólfinu í nótt. Sárþjáður. vísir/getty

Kevin Durant, framherji Golden State Warriors í NBA-körfuboltanum, meiddist á hásin í nótt í fimmta leik Golden State og Toronto Raptors í úrslitaeinvíginu.

Durant hafði verið frá, fyrir leikinn í nótt, í rúman mánuð en hann snéri til baka í nótt og var hent beint í byrjunarliðið.

Síðustu meiðsli Durant voru á kálfa en það var strax í öðrum leikhluta er hann var studdur af velli vegna meiðsla. Nú ku meiðslin vera á hásin.

Hann gæti verið frá lengi en talið er að hann hafi slitið hásin og það gætið haldið honum frá keppni í sex til níu mánuði.


„Ég er mjög sár núna, ég get ekki logið því, en að sjá bræður mína vinna var eins og að taka skot af Tequila, ég fékk nýtt líf,“ skrifaði Durant á Instagram-síðu sína eftir leikinn.

Margir NBA-leikmenn hafa sýnt Durant stuðning í meiðslunum en óvíst er að hann verði aftur kominn á völlinn á fimmtudaginn er liðin mætast á nýjan leik.


NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.