Golf

Woodland lék best á öðrum hringnum og er með forystuna á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodland lék annan hringinn á sex höggum undir pari.
Woodland lék annan hringinn á sex höggum undir pari. vísir/getty

Gary Woodland er með tveggja högga forystu eftir annan hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leikið er á hinum sögufræga Pebble Beach velli í Kaliforníu.

Hinn bandaríski Woodland lék manna best á öðrum hringnum og komst upp í efsta sætið. Hann lék á sex höggum undir pari og er samtals á níu höggum undir pari. Woodland kláraði hringinn með frábæru pútti fyrir fugli.


Woodland jafnaði met Justins Rose frá því á fyrsta hring mótsins og Tiger Woods frá 2000. Þeir eru þeir einu sem hafa leikið á sex höggum undir pari á Opna bandaríska á Pebble Beach.

Rose, sem var með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn, er annar á sjö höggum undir pari. Englendingurinn lék vel á fyrri níu holunum en fékk tvo skolla á seinni níu.

Louis Oosthuzien er í 3. sæti á sex höggum undir pari. Annar hringurinn var skrautlegur hjá Suður-Afríkumanninum sem fékk sjö fugla og sex skolla.

Bandaríkjamaðurinn Aaron Wise og Norður-Írinn Rory McIlroy eru jafnir í 4. sætinu á fjórum höggum undir pari.

Brooks Koepka, sem hefur unnið Opna bandaríska undanfarin tvö ár, er 6. sætinu á fjórum höggum undir pari.

Tiger fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og lék á einu höggi yfir pari. Hann er í 32. sæti á parinu.

Rickie Fowler átti afleitan hring, lék á sex höggum yfir pari og datt niður í 45. sætið.

Bein útsending frá þriðja hring Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.