Handbolti

Atli Ævar inn fyrir Arnar Frey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, með HK og Selfossi.
Atli Ævar hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, með HK og Selfossi. vísir/bára
Atli Ævar Ingólfsson kemur inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í dag.Atli Ævar tekur sæti Arnars Freys Arnarssonar í íslenska hópnum. Að öðru leyti er hópurinn eins skipaður og gegn Grikklandi á miðvikudaginn.Ekki liggur fyrir hvort Arnar Freyr er meiddur. Hann náði sér ekki á strik gegn Grikkjum og klúðraði öllum fjórum skotunum sínum í leiknum.Atli Ævar varð Íslandsmeistari með Selfossi í vor. Hann hefur leikið ellefu landsleiki og skorað tíu mörk.Íslenska liðið er svo gott sem búið að tryggja sér farseðilinn á EM. Allt annað en tólf marka tap þýðir að Ísland fer á ellefta Evrópumótið í röð.Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.