Enski boltinn

Juventus hefur áhuga á Trippier

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar vísir/getty

Juventus hefur augastað á Kieran Trippier hjá Tottenham fari svo að Joao Cancelo gangi til liðs við Manchester City.

Ítölsku meistararnir telja sig fá betri leikmann í Trippier en þó munu þeir ekki gera tilboð í Trippier nema Cancelo fari til Englandsmeistaranna samkvæmt frétt The Times.

Samningaviðræður City og Juventus eru komnar langt á leið en þó eru enn einhver óleyst vandamál.

Trippier er 28 ára bakvörður en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham. Hann er talinn kosta Juventus í kringum 30 milljónir punda.

Trippier hefur verið hjá Tottenham síðan 2015. Hann á 16 A-landsleiki að baki fyrir England, þar á meðal var hann lykilmaður í liðinu sem fór alla leið í undanúrslit á HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.