Góðir hlutir gerast hægt Auður Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun