Uppi á þaki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun