Gervigreind í vændum Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun