Gervigreind í vændum Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar