Þegar orð og krónur fara ekki saman Eybjörg H. Hauksdóttir og Sigurður Rúnar Sigurjónsson skrifar 5. júní 2019 16:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eybjörg H. Hauksdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun