Frumkvöðlar í fimmtán ár Hanna Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Á þessu ári fagnar Alþjóðaskólinn á Íslandi 15 ára afmæli sínu. Á tímamótum sem þessum er vert að staldra við og fara yfir það sem hefur áunnist. Ekki síður er mikilvægt að fagna þessum áfanga og í mínum huga er það ekki Alþjóðaskólinn einn sem fagnar heldur megum við sem samfélag svo sannarlega fagna með. Í byrjun var lagt af stað með þá trú að til að Ísland geti laðað að sér hæft starfsfólk og sérfræðinga yrði að vera í boði alþjóðleg menntun fyrir börnin þeirra. Lítið var vitað um hæðirnar og hindranir sem yrðu á vegi slíkrar frumkvöðlastarfsemi en jafnframt allan þann meðbyr og velvild sem verkefninu hefur fylgt. Í byrjun voru nemendur fimm, starfsmenn tveir og skrifstofan var grænn pappakassi sem létt var að ferðast með. Skólinn rúmaðist í minivan skólastjórans og lagt var af stað með bjartsýnina að vopni.Nú, fimmtán árum síðar: Eru um 100 nemendur sem stunda nám við skólann. Nemendur okkar tilheyra ýmist hóp diplómatafjölskyldna sem hafa flutt til landsins vegna atvinnu eða eru að koma til baka eftir nokkurra ára fjarveru erlendis. Okkar samfélag er fjölbreytt, tví- og margtyngdar fjölskyldur sem og íslenskar fjölskyldur sem vilja gefa börnum sínum þá gjöf að geta stundað nám á tveimur tungumálum. Við höfum öðlast tvær alþjóðlegar vottanir sem gerir okkur samkeppnishæf við aðra viðurkennda alþjóðlega skóla víðsvegar um heiminn. Það auðveldar nemendum okkar að flytja á milli landa. Niðurstöður kannana gefa til kynna að liðsandinn er góður, nemendum líður vel og foreldrar eru ánægðir með menntun barna sinna. Samstarf heimilis og skóla er öflugt og jákvætt. Við höfum bætt við okkur unglingadeild og útskrifuðum fyrsta hópinn okkar vorið 2018. Við sinnum því öllu grunnskólastiginu sem er mikilvægt. Einnig er boðið upp á sérstaka deild fyrir 5 ára börn. Skilningur á þörf fyrir alþjóðlega menntun fer vaxandi sem hefur gert skólanum kleift að stíga mikilvæg skref í faglegri uppbyggingu hans. Samfélagið tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu á öllum sviðum atvinnulífsins sem og sköpun, listum, mannlífi og stjórnsýslu. Alls staðar eru fjölskyldur hvaðanæva úr heiminum með börn sín. Til að Ísland geti tekið þátt í slíku starfi, á alþjóðavísu, er það alger forsenda að við sem þjóðfélag getum boðið upp á hágæða alþjóðlega menntun sem nýtist barninu hvert það sem svo heldur áfram námi sínu. Slík uppbygging og árangur gerist ekki í tómarúmi. Margir hafa stutt dyggilega við hugmyndafræðina og ávallt fjölgar í þeim hópi fólks sem trúir því að Ísland þurfi að bjóða upp á samkeppnishæft alþjóðlegt nám til að geta laðað til sín fjölbreytt starfsfólk og sérfræðinga víðsvegar að. Það er mikilvægt fyrir börn sem flytja landa á milli að geta stundað nám samkvæmt alþjóðlegri námsskrá á tungumáli sem aðrir skólar víðsvegar um heiminn geta lesið. Þannig tryggjum við frekar samfellu í námi barnanna. Þetta er í raun ein forsenda þess að alþjóðlegir foreldrar eigi þess kost að starfa á Íslandi til lengri eða skemmri tíma með börn sín. Við höfum jafnframt verið svo lánsöm að til okkar hefur laðast starfsfólk sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og hefur metnað til að vaxa faglega í starfi. Skólinn er starfræktur í sveitarfélagi sem trúir því að foreldrar séu best til þess fallnir að velja þann skóla sem hæfir barni sínu best. Því hefur Garðabær hvatt til fjölbreytni í grunnskólastarfi og stutt við uppbyggingu eina alþjóðlega grunnskólans á landinu. Lengst af hefur skólinn verið til húsa í glæsilegum húsakynnum Sjálandsskóla. Hafa báðir skólarnir vaxið og dafnað og notið góðs af ýmiskonar samstarfi í gegnum árin. Ekki síður ber að nefna umburðarlyndi og sveigjanleika sem starfsmenn beggja skóla hafa sýnt í sambýli sem þrengir orðið að. Þakklæti er mér ofarlega í huga á þessum tímamótum. Þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa stutt við bakið á okkur, hvatt okkur áfram þegar á móti hefur blásið og samglaðst okkur þegar sigrar vinnast. Allir sem hafa beint eða óbeint tekið þátt í þessu uppbyggingarstarfi, hvort sem þeir koma frá erlendum ríkjum (starfsmenn sendiráða), hinu opinbera, stjórnsýslunni, einkageiranum hérlendis og erlendis, og starfsmennirnir í gegnum árin eiga þakkir skilið. Ekki síst ber að þakka foreldrasamfélaginu sem hefur stutt dyggilega við það góða starf sem hér er unnið. Við viljum halda áfram á sömu braut. Hugmyndin sem kviknaði fyrir fimmtán árum er orðin að vel reknum, samkeppnishæfum alþjóðlegum grunnskóla sem við getum öll verið stolt af. Næsta skref er að tryggja rammann utan um starfsemina og er sú vinna þegar hafin. Garðabær og Alþjóðaskólinn hafa undirritað viljayfirlýsingu þar sem Garðabær úthlutar skólanum lóð við Þórsmerkurlandið og mun Alþjóðaskólinn byggja sitt framtíðarhúsnæði þar. Undirbúningsvinna er í fullum gangi. Þetta eru spennandi tímar og við lítum björtum augum til framtíðar með jákvæðni og gleði að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári fagnar Alþjóðaskólinn á Íslandi 15 ára afmæli sínu. Á tímamótum sem þessum er vert að staldra við og fara yfir það sem hefur áunnist. Ekki síður er mikilvægt að fagna þessum áfanga og í mínum huga er það ekki Alþjóðaskólinn einn sem fagnar heldur megum við sem samfélag svo sannarlega fagna með. Í byrjun var lagt af stað með þá trú að til að Ísland geti laðað að sér hæft starfsfólk og sérfræðinga yrði að vera í boði alþjóðleg menntun fyrir börnin þeirra. Lítið var vitað um hæðirnar og hindranir sem yrðu á vegi slíkrar frumkvöðlastarfsemi en jafnframt allan þann meðbyr og velvild sem verkefninu hefur fylgt. Í byrjun voru nemendur fimm, starfsmenn tveir og skrifstofan var grænn pappakassi sem létt var að ferðast með. Skólinn rúmaðist í minivan skólastjórans og lagt var af stað með bjartsýnina að vopni.Nú, fimmtán árum síðar: Eru um 100 nemendur sem stunda nám við skólann. Nemendur okkar tilheyra ýmist hóp diplómatafjölskyldna sem hafa flutt til landsins vegna atvinnu eða eru að koma til baka eftir nokkurra ára fjarveru erlendis. Okkar samfélag er fjölbreytt, tví- og margtyngdar fjölskyldur sem og íslenskar fjölskyldur sem vilja gefa börnum sínum þá gjöf að geta stundað nám á tveimur tungumálum. Við höfum öðlast tvær alþjóðlegar vottanir sem gerir okkur samkeppnishæf við aðra viðurkennda alþjóðlega skóla víðsvegar um heiminn. Það auðveldar nemendum okkar að flytja á milli landa. Niðurstöður kannana gefa til kynna að liðsandinn er góður, nemendum líður vel og foreldrar eru ánægðir með menntun barna sinna. Samstarf heimilis og skóla er öflugt og jákvætt. Við höfum bætt við okkur unglingadeild og útskrifuðum fyrsta hópinn okkar vorið 2018. Við sinnum því öllu grunnskólastiginu sem er mikilvægt. Einnig er boðið upp á sérstaka deild fyrir 5 ára börn. Skilningur á þörf fyrir alþjóðlega menntun fer vaxandi sem hefur gert skólanum kleift að stíga mikilvæg skref í faglegri uppbyggingu hans. Samfélagið tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu á öllum sviðum atvinnulífsins sem og sköpun, listum, mannlífi og stjórnsýslu. Alls staðar eru fjölskyldur hvaðanæva úr heiminum með börn sín. Til að Ísland geti tekið þátt í slíku starfi, á alþjóðavísu, er það alger forsenda að við sem þjóðfélag getum boðið upp á hágæða alþjóðlega menntun sem nýtist barninu hvert það sem svo heldur áfram námi sínu. Slík uppbygging og árangur gerist ekki í tómarúmi. Margir hafa stutt dyggilega við hugmyndafræðina og ávallt fjölgar í þeim hópi fólks sem trúir því að Ísland þurfi að bjóða upp á samkeppnishæft alþjóðlegt nám til að geta laðað til sín fjölbreytt starfsfólk og sérfræðinga víðsvegar að. Það er mikilvægt fyrir börn sem flytja landa á milli að geta stundað nám samkvæmt alþjóðlegri námsskrá á tungumáli sem aðrir skólar víðsvegar um heiminn geta lesið. Þannig tryggjum við frekar samfellu í námi barnanna. Þetta er í raun ein forsenda þess að alþjóðlegir foreldrar eigi þess kost að starfa á Íslandi til lengri eða skemmri tíma með börn sín. Við höfum jafnframt verið svo lánsöm að til okkar hefur laðast starfsfólk sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og hefur metnað til að vaxa faglega í starfi. Skólinn er starfræktur í sveitarfélagi sem trúir því að foreldrar séu best til þess fallnir að velja þann skóla sem hæfir barni sínu best. Því hefur Garðabær hvatt til fjölbreytni í grunnskólastarfi og stutt við uppbyggingu eina alþjóðlega grunnskólans á landinu. Lengst af hefur skólinn verið til húsa í glæsilegum húsakynnum Sjálandsskóla. Hafa báðir skólarnir vaxið og dafnað og notið góðs af ýmiskonar samstarfi í gegnum árin. Ekki síður ber að nefna umburðarlyndi og sveigjanleika sem starfsmenn beggja skóla hafa sýnt í sambýli sem þrengir orðið að. Þakklæti er mér ofarlega í huga á þessum tímamótum. Þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa stutt við bakið á okkur, hvatt okkur áfram þegar á móti hefur blásið og samglaðst okkur þegar sigrar vinnast. Allir sem hafa beint eða óbeint tekið þátt í þessu uppbyggingarstarfi, hvort sem þeir koma frá erlendum ríkjum (starfsmenn sendiráða), hinu opinbera, stjórnsýslunni, einkageiranum hérlendis og erlendis, og starfsmennirnir í gegnum árin eiga þakkir skilið. Ekki síst ber að þakka foreldrasamfélaginu sem hefur stutt dyggilega við það góða starf sem hér er unnið. Við viljum halda áfram á sömu braut. Hugmyndin sem kviknaði fyrir fimmtán árum er orðin að vel reknum, samkeppnishæfum alþjóðlegum grunnskóla sem við getum öll verið stolt af. Næsta skref er að tryggja rammann utan um starfsemina og er sú vinna þegar hafin. Garðabær og Alþjóðaskólinn hafa undirritað viljayfirlýsingu þar sem Garðabær úthlutar skólanum lóð við Þórsmerkurlandið og mun Alþjóðaskólinn byggja sitt framtíðarhúsnæði þar. Undirbúningsvinna er í fullum gangi. Þetta eru spennandi tímar og við lítum björtum augum til framtíðar með jákvæðni og gleði að leiðarljósi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun