Þrátefli á þingi Þorvaldur Gylfason skrifar 6. júní 2019 07:00 Reykjavík – Menn geta haft ýmsar ástæður til að leggjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka ESB, sumar gildar, aðrar ekki. Umhverfisverndarrök Sumir eru andsnúnir frekari virkjunum af umhverfisástæðum og óttast að samþykkt orkupakkans myndi ýta undir frekari virkjanir, einkum ef Alþingi skyldi ákveða síðar að leggja sæstreng til Evrópu með tilheyrandi jarðraski. Aðrir líta svo á að frekari vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir séu góður kostur fyrir orkuríkt land enda hljóti að vera hægt að gera hvort tveggja í senn: virkja orkuna og vernda umhverfið líkt og t.d. Norðmenn hafa gert. Fyrrnefndu segja þá: Nei, Norðmenn eru hættir að virkja. Svar virkjanasinna við því er að Norðmenn hafi nú þegar virkjað allt sem hægt er að virkja, Íslendingar ekki. Þannig geta menn rökrætt málið fram og aftur.Brennandi hús? Sumir leggjast gegn samþykkt orkupakkans með þeim rökum að ESB hafi verið og sé enn í lægð eins og t.d. harkaleg framganga sambandsins undangengin ár gagnvart Grikkjum vitnar um og því sé rétt að hægja á frekari innleiðingu tilmæla frá Brussel. Því er stundum bætt við að Þýzkaland sé nú orðið að veikum hlekk í ESB-keðjunni þar eð öfgamenn á hægri væng þýzkra stjórnmála (þ. Alternative für Deutschland, AfD) hafi leitt Kristilega demókrata sem hafa stjórnað landinu samfleytt frá 2005 í ógöngur líkt og þjóðernissinnar á Bretlandi rugluðu íhaldsmenn í ríminu með þeirri óvæntu afleiðingu að Bretar kusu að ganga úr ESB. Sumir líkja ESB jafnvel við brennandi hús. Aðrir segja: Hægan, hægan. Evrópa er ekki að brenna, öðru nær. Grikkir fóru svo illa að ráði sínu að það hefði ekki náð nokkurri átt að bjóða þýzkum og frönskum skattgreiðendum og bönkum upp á að borga brúsann. Menn segja: Grikkir urðu að súpa seyðið af eigin óráðsíu. Evran var ekki vandamálið í Grikklandi enda hafa önnur evrulönd komizt bærilega frá fjármálahremmingum síðustu ára, þar á meðal Írland, Lettland og Portúgal, án þess að evran flæktist fyrir þeim. Auk þess snýst samstarfið innan ESB ekki eingöngu um efnahagsmál heldur einnig um félagsmál og mannréttindi. Þannig hefur aðildin að EES sem felur í sér um 70% aðild að ESB skipt sköpum á Íslandi. Aðrir benda á að Svisslendingum vegni vel utan bæði EES og ESB. Svarið við því er að Svisslendingar hafa gert ógrynni af tvíhliða samningum sem jafngilda í reyndinni aðild að EES. Þetta getum við einnig rætt fram og aftur.Framsal fullveldis Sumir leggjast gegn þriðja orkupakkanum með þeim rökum að samþykkt hans feli í sér framsal á íslenzku fullveldi umfram það framsal sem þegar hefur átt sér stað. Svarið við því er að framsal á fullveldi innan vébanda Evrópusamstarfsins hvort sem er innan EES eða ESB liggur í hlutarins eðli. Nánara samstarf og frekari samræming regluverks felur í sér gagnkvæmt tillit. Ein mikilvægustu rökin fyrir aðild að EES og e.t.v. einnig ESB í fyllingu tímans hverfast einmitt um styrkinn sem fylgir því að deila fullveldi sínu vitandi vits með öðrum með því t.d. að geta áfrýjað innlendum dómum til erlendra dómstóla ef nauðsyn krefur. Fullveldisrökin gegn orkupakkanum eru falsrök hliðstæð þeim sem brezkir þjóðremblar beittu til að toga Breta út úr ESB.Nýja stjórnarskráin leysir vandann Þráteflið á Alþingi út af þriðja orkupakkanum stafar m.a. af því að Alþingi hefur þráskallazt við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Hefði hún þegar tekið gildi væri málið löngu leyst án vandkvæða. Þá væri í fyrsta lagi engum stætt á að saka þingmenn um að samþykkja framsal ríkisvalds án heimildar í stjórnarskrá, þ.e. í blóra við gildandi stjórnarskrá, því nýja stjórnarskráin veitir slíka heimild eins og allar aðrar stjórnarskrár Evrópu, þ.m.t. Danmörk og Noregur. Í annan stað myndu andstæðingar orkupakkans sjá fram á að þeir gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að safna undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna. Hvers vegna gerist þetta ekki? Það stafar af því að of margir þingmenn – kjörnir skv. ólögum sem 67% kjósenda höfnuðu 2012 – vilja að Ísland sé eina Evrópulandið sem hefur enga framsalsheimild í stjórnarskrá gagngert til að girða fyrir aðild að EES og ESB hvort sem kjósendum líkar það betur eða verr. Of margir þingmenn kæra sig ekki heldur um að þjóðin geti tekið ráðin af þinginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessum þingmönnum þarf að finna önnur verk að vinna. Nýja stjórnarskráin leysir einnig þennan vanda með því að tryggja jafnt vægi atkvæða ásamt persónukjöri. Samt er hún engin allra meina bót. En hún er framför eins og mörg dæmi hafa sannað undangengin ár, nú síðast þráteflið um þriðja orkupakkann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Menn geta haft ýmsar ástæður til að leggjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka ESB, sumar gildar, aðrar ekki. Umhverfisverndarrök Sumir eru andsnúnir frekari virkjunum af umhverfisástæðum og óttast að samþykkt orkupakkans myndi ýta undir frekari virkjanir, einkum ef Alþingi skyldi ákveða síðar að leggja sæstreng til Evrópu með tilheyrandi jarðraski. Aðrir líta svo á að frekari vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir séu góður kostur fyrir orkuríkt land enda hljóti að vera hægt að gera hvort tveggja í senn: virkja orkuna og vernda umhverfið líkt og t.d. Norðmenn hafa gert. Fyrrnefndu segja þá: Nei, Norðmenn eru hættir að virkja. Svar virkjanasinna við því er að Norðmenn hafi nú þegar virkjað allt sem hægt er að virkja, Íslendingar ekki. Þannig geta menn rökrætt málið fram og aftur.Brennandi hús? Sumir leggjast gegn samþykkt orkupakkans með þeim rökum að ESB hafi verið og sé enn í lægð eins og t.d. harkaleg framganga sambandsins undangengin ár gagnvart Grikkjum vitnar um og því sé rétt að hægja á frekari innleiðingu tilmæla frá Brussel. Því er stundum bætt við að Þýzkaland sé nú orðið að veikum hlekk í ESB-keðjunni þar eð öfgamenn á hægri væng þýzkra stjórnmála (þ. Alternative für Deutschland, AfD) hafi leitt Kristilega demókrata sem hafa stjórnað landinu samfleytt frá 2005 í ógöngur líkt og þjóðernissinnar á Bretlandi rugluðu íhaldsmenn í ríminu með þeirri óvæntu afleiðingu að Bretar kusu að ganga úr ESB. Sumir líkja ESB jafnvel við brennandi hús. Aðrir segja: Hægan, hægan. Evrópa er ekki að brenna, öðru nær. Grikkir fóru svo illa að ráði sínu að það hefði ekki náð nokkurri átt að bjóða þýzkum og frönskum skattgreiðendum og bönkum upp á að borga brúsann. Menn segja: Grikkir urðu að súpa seyðið af eigin óráðsíu. Evran var ekki vandamálið í Grikklandi enda hafa önnur evrulönd komizt bærilega frá fjármálahremmingum síðustu ára, þar á meðal Írland, Lettland og Portúgal, án þess að evran flæktist fyrir þeim. Auk þess snýst samstarfið innan ESB ekki eingöngu um efnahagsmál heldur einnig um félagsmál og mannréttindi. Þannig hefur aðildin að EES sem felur í sér um 70% aðild að ESB skipt sköpum á Íslandi. Aðrir benda á að Svisslendingum vegni vel utan bæði EES og ESB. Svarið við því er að Svisslendingar hafa gert ógrynni af tvíhliða samningum sem jafngilda í reyndinni aðild að EES. Þetta getum við einnig rætt fram og aftur.Framsal fullveldis Sumir leggjast gegn þriðja orkupakkanum með þeim rökum að samþykkt hans feli í sér framsal á íslenzku fullveldi umfram það framsal sem þegar hefur átt sér stað. Svarið við því er að framsal á fullveldi innan vébanda Evrópusamstarfsins hvort sem er innan EES eða ESB liggur í hlutarins eðli. Nánara samstarf og frekari samræming regluverks felur í sér gagnkvæmt tillit. Ein mikilvægustu rökin fyrir aðild að EES og e.t.v. einnig ESB í fyllingu tímans hverfast einmitt um styrkinn sem fylgir því að deila fullveldi sínu vitandi vits með öðrum með því t.d. að geta áfrýjað innlendum dómum til erlendra dómstóla ef nauðsyn krefur. Fullveldisrökin gegn orkupakkanum eru falsrök hliðstæð þeim sem brezkir þjóðremblar beittu til að toga Breta út úr ESB.Nýja stjórnarskráin leysir vandann Þráteflið á Alþingi út af þriðja orkupakkanum stafar m.a. af því að Alþingi hefur þráskallazt við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Hefði hún þegar tekið gildi væri málið löngu leyst án vandkvæða. Þá væri í fyrsta lagi engum stætt á að saka þingmenn um að samþykkja framsal ríkisvalds án heimildar í stjórnarskrá, þ.e. í blóra við gildandi stjórnarskrá, því nýja stjórnarskráin veitir slíka heimild eins og allar aðrar stjórnarskrár Evrópu, þ.m.t. Danmörk og Noregur. Í annan stað myndu andstæðingar orkupakkans sjá fram á að þeir gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að safna undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna. Hvers vegna gerist þetta ekki? Það stafar af því að of margir þingmenn – kjörnir skv. ólögum sem 67% kjósenda höfnuðu 2012 – vilja að Ísland sé eina Evrópulandið sem hefur enga framsalsheimild í stjórnarskrá gagngert til að girða fyrir aðild að EES og ESB hvort sem kjósendum líkar það betur eða verr. Of margir þingmenn kæra sig ekki heldur um að þjóðin geti tekið ráðin af þinginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessum þingmönnum þarf að finna önnur verk að vinna. Nýja stjórnarskráin leysir einnig þennan vanda með því að tryggja jafnt vægi atkvæða ásamt persónukjöri. Samt er hún engin allra meina bót. En hún er framför eins og mörg dæmi hafa sannað undangengin ár, nú síðast þráteflið um þriðja orkupakkann.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun