Golf

Ólafía á þremur höggum yfir pari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring á Shoprite LPGA Classic mótinu.

Mótið, sem er það þriðja í röð sem Ólafía tekur þátt í á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennagolfinu, er aðeins þriggja daga mót.

Ólafía byrjaði fyrsta hringinn í dag illa, hún fékk skolla á annarri holu dagsins og tvöfaldan skolla á sinni fimmtu holu. Hún var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur.

Fyrsti, og eini, fugl dagsins kom á 3. holu, sem var tólfta hola Ólafíu í dag. Hún fekk hins vegar skolla tveimur holum síðar og var aftur komin á þrjú högg yfir par.

Ólafía náði að para allar þær holur sem eftir voru en féll þó hægt og þétt niður töfluna því aðrir kylfingar voru að leika betra golf.

Þegar hún kom í hús var hún jöfn í 108. sæti.

Útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 19:00 á morgun á Stöð 2 Sport 4.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.