Handbolti

Velur Janus þann besta í úrslitaeinvíginu og Arnór þjálfara ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg.
Janus í leik með Álaborg. vísir/getty
Janus Daði Smárason lék á alls oddi er Álaborg varð danskur meistari fyrr í dag en hann var markahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.Álaborg og GOG mættust í hreinum úrslitaleik um danska titilinn í dag sem endaði með sex marka sigri Álaborgar, 38-32, en Janus stýrði leik meistaranna af mikilli festu.Danski þjálfarinn, Peter Bredsdorff, segir á Twitter-síðu sinni að Janus sé besti leikmaður úrslitaeinvígisins en Janus hefur verið frábær í úrslitaeinvíginu.Hann kýs Henrik Mølgaard sem mikilvægasta leikmann tímabilsins en þjálfarar ársins eru þeir Stefan Madsen og Arnór Atlason sem stýra liði Álaborgar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.