Golf

Dagbjartur og Ragnhildur unnu Síma-mótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur og Dagbjartur stóðu uppi sem sigurvegarar.
Ragnhildur og Dagbjartur stóðu uppi sem sigurvegarar. MYND/GSÍMYNDIR

Dagbjartur Sigurbrandsson, úr GR, og Ragnhildur Kristinsdóttir, einnig úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á Síma-mótinu á Hlíðavelli en mótið fór fram um helgina.

Leiknar voru 54 holur um helgina en 36 holur voru leiknar í gær og átján í dag en færri komust að mótinu en vildu. Alls voru 84 keppendur á mótinu um helgina.

Dagbjartur leiddi eftir fyrsta hringinn og hann stóð einnig uppi sem sigurvegari eftir hringina þrjá en hann endaði á sex höggum undir pari.

Í öðru sætinu var Andri Þór Björnsson á tveimur höggum undir pari svo sigur Dagbjartar var öruggur. Kristófer Karl Karlsson, á heimavelli, endaði í þriðja sætinu á einu höggi undir pari.

Í kvennaflokki var það Ragnhildur Kristinsdóttir sem tók gullið. Eftir hring eitt var Ragnhildur einnig í forystunni en hún endaði á tíu höggum yfir pari.

Í öðru sæti var samherji hennar úr GR, Saga Traustadóttir, en hún endaði á átján höggum yfir pari svo sigur Ragnhildar var aldrei í hættu. Í þriðja sæti var Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.