Golf

Tiger: Peyton fær ruslatal frá mér en engin góð ráð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt í félögunum.
Það var létt í félögunum. vísir/getty

Tvær af stærstu íþróttastjörnum Bandaríkjanna, Tiger Woods og Peyton Manning, spiluðu saman á golfmóti í vikunni og vakti það eðlilega mikla athygli.

Tiger og Peyton er ágætlega til vina og hefur verið í þó nokkur ár. Þeir hafa gaman af því að spila saman þó svo þeir fái ekki mörg tæki.

Þeir fóru í skemmtilegt viðtal eftir hringinn þar sem þeir ræddu forgjöf og hvort Tiger gæfi Peyton góð ráð á vellinum. Hann sagði það ekki koma til greina. Hann væri meira í því að gera Peyton lífið leitt með ruslatali.


Peyton átti auðvitað frábæran feril í NFL-deildinni og er afar liðtækur golfari. Hann hélt sínu ágætlega gegn Tiger og sýndi oft á tíðum lipur tilþrif.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.