Handbolti

Finnur aftur í Val og Vignir framlengir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson verða í hornunum hjá Val næstu tvö árin.
Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson verða í hornunum hjá Val næstu tvö árin. mynd/valur

Hægri hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson er genginn í raðir Vals á ný frá Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta en Valsmenn greina frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Finnur fór frá Gróttu til Aftureldingar fyrir síðustu leiktíð og skoraði þar 3,4 mörk í leik en Mosfellingar töpuðu, 2-0, fyrir Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins.

Hornamaðurinn öflugi þekkir vel til á Hlíðarenda en hann spilaði áður með Val frá 2010 til 2015 þegar að hann fór á Seltjarnarnesið og spilaði með Gróttu þar til 2018.

Finnur gerir tveggja ára samning við Valsmenn en á sama tíma skrifaði vinstri hornamaðurinn Vignir Stefánsson undir nýjan samning við Valsliðið. Hann er nú einnig samningsbundinn liðinu til ársins 2021.

Í gær var það tilkynnt að Snorri Steinn Guðjónsson verður einn aðalþjálfari Valsliðsins en Guðlaugur Arnarsson yfirgefur félagið eftir að gera það að Íslandsmeistara ásamt Óskari Bjarna Óskarssyni fyrir tveimur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.