Handbolti

Guðlaugur hættur hjá Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Snorri Steinn og Guðlaugur.
Snorri Steinn og Guðlaugur. VÍSIR/VILHELM
Snorri Steinn Guðjónsson verður einn aðalþjálfari Vals í Olís-deild karla á næstu leiktíð en Guðlaugur Arnarsson er hættur þjálfun hjá félaginu.

Valur tilkynnti þetta á vef sínum í kvöld en þar segir að Guðlaugur muni stíga frá borði eftir þriggja ára starf. Hann ætli að einbeita sér að vinnu og fjölskyldu.

„Handknattleiksdeild Vals þakkar Guðlaugi fyrir hans góða starf fyrir félagið og óskar þessum vandaða og góða dreng alls hins besta,“ segir í tilkynningu Valsmanna.

Guðlaugur var í þjálfarateymi félagsins sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari árið 2017 en hann stýrði þá liðinu með Óskari Bjarna Óskarssyni.

Valur datt út úr undanúrslitum Olís-deildar karla á þessari leiktíð eftir að hafa tapað 3-0 gegn Selfyssingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×