Handbolti

Rut danskur meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rut í leik með landsliðinu.
Rut í leik með landsliðinu. vísir/ernir
Rut Jónsdóttir varð í kvöld danskur meistari með liði sínu Team Esbjerg eftir að liðið vann 20-19 sigur í síðari leik liðsins gegn Ikast.Esbjerg vann fyrsta leikinn með átta mörkum og hafði því pálmann í höndunum fyrir leik kvöldsins.Mikið jafnræði var með liðunum í kvöld en Esbjerg vann að lokum með einu marki, 20-19, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.Rut lagði upp eitt mark í leiknum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.