Handbolti

Framtíðarmarkmaður pólska landsliðsins og markadrottning Grill deildarinnar í Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir og Klaudia Powaga.
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir og Klaudia Powaga. Mynd/Handknattleiksdeild Stjörnunnar

Kvennalið Stjörnunnar hefur styrkt sig fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna í handbolta en liðstyrkurinn er meðal annars fólginn í framtíðarmarkverði pólska landsliðsins og markahæsta leikmanninum í Grill 66 deildinni í vetur.

Hin pólska Klaudia Powaga hefur samið við Stjörnuna til þriggja ára. Hún er 22 ára markmaður frá Póllandi og kemur hún frá Start Elblag sem lenti í 4. sæti í pólsku úrvalsdeildinni í ár. Klaudia er leikmaður B landsliðs Póllands og er af mörgum talin framtíðarmarkmaður pólska landsliðsins samkvæmt fréttatilkynningu frá Handknattleiksdeild Stjörnunnar.

Stjarnan hefur einnig samið við þrjá unga og efnilega leikmenn sem koma frá öðrum félögum. Öll félögin spila í Grill 66 deildinni næsta vetur en stelpurnar fá nú tækifæri til að spila með Stjörnunni í Olís deildinni.   

Ólöf Ásta Arnþórsdóttir er 19 ára og spilaði með Fjölni á síðasta tímabili. Hún var markahæst í Grill 66 deildinni með 185 mörk í 20 leikjum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik.

Ída Bjarklind Magnúsdóttir er 19 ára og kemur frá Selfossi en hún er talin með efnilegri skyttum landsins. Ída hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands og spilar með B landsliði Íslands.

Hildur Guðjónsdóttir er 17 ára gömul og kemur frá FH. Hún er ungur og mjög efnilegur útileikmaður en skoraði 13 mörk í Grill 66 deildinni í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.