Ekkert lið í sögunni hefur klárað Íslandsmeistaratitilinn með svona stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:30 Þjálfararnir, Patrekur Jóhannesson og aðstoðarmaður hans, Grímur Hergeirsson, með Íslandsbikarinn. Vísir/Vilhelm Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23) Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23)
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn