Golf

Ólafía á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, lék fyrsta hringinn á Pure Silk-meistaramótinu á tveimur höggum yfir pari en fyrsti hringurinn fór fram í dag.

Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, sem er sterkasta mótaröðin í kvenaflokki, en Ólafía er ekki með fullan keppnisrétt á mótinu heldur fær takmarkaðan aðgang að nokkrum mótum.

Ólafía spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk tíu pör í röð áður en fyrsti skollinn kom á elleftu holu dagsins. Hún bætti það upp með fugli á 13. holu en aftur kom skolli á þeirri fjórtándu.

Hún endaði því á einu höggi yfir pari og er í 104. sæti þegar þetta er skrifað en annar hringurinn fer fram á morgun.

Næsta mót hjá Ólafíu er svo risamót en eftir viku hefst US Open þar sem Ólafía verður á meðal keppenda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.