Golf

Ólafía náði sér ekki á strik og er úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er úr leik en verður mætt aftur á völlinn um næstu helgi.
Ólafía er úr leik en verður mætt aftur á völlinn um næstu helgi. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Pure Silk-mótinu eftir slakan annan hring en kylfingurinn náði sér ekki á strik í dag.

Ólafía var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn og þurfti því góðan hring í dag til þess að koma sér í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist ekki.

Hún fékk sex skolla í dag á holunum átján en einungis einn fugl svo Ólafía endaði á sjö höggum yfir pari og endar í 131. sætinu.

Það er skammt stórra högga á milli því um næstu helgi spilar Ólafía á einu stærsta móti ársins, US Open.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.