Golf

Lokahringurinn sá besti hjá Valdísi Þóru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í dag.
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í dag. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 24.-29. sæti á Jabra Ladies Open-mótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra lék lokahringinn í dag á einu höggi yfir pari.

Þetta var hennar besti hringur á mótinu en hún lék fyrstu tvo hringina á þremur höggum yfir pari. Skagakonan lauk leik á samtals sjö höggum yfir pari.

Valdís Þóra fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag.

Enski kylfingurinn Annabel Dimmock hrósaði sigri á mótinu. Hún lék samtals á sjö höggum undir pari og var einu höggi á undan hinni frönsku Pauline Bouchard.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.