Golf

Sigurður Arnar og Hulda Clara leiða eftir 36 holur í Þorlákshöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hulda Clara í eldlínunni í dag.
Hulda Clara í eldlínunni í dag. mynd/gsí/seth

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina.

36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins.

Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar.

Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari.

Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.
Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.