Golf

Ungir sigurvegarar í Þorlákshöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurvegararnir.
Sigurvegararnir. mynd/gsí

Það voru þau Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, sem stóðu uppi sem sigurvegarar á Egils Gullmótinu sem fór fram á Þorlákshafnavelli.

Mótið nefndist „Mótaröð þeirra bestu,“ en Dagbjartur var í öðru sætinu eftir 36 holur. Hann kláraði þó dæmið í dag en Heiðrún Anna var einnig í öðru sæti eftir hringina tvo í gær.

Dagbjartur var högi á undan Ragnari Már Ríkharðssyni og Sigurði Arnari Garðarssyni sem komu næstir en á eftir þeim voru reynsluboltarnir Ólafur Björn Loftsson (-6 högg) og Axel Bóasson (-5).

Lokastaðan í karlaflokki:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8)
2.-3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7)
2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6)
5.-6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5)
5.-6. Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5)

Í kvennaflokki var forystusauðurinn frá því í gær, Hulda Clara Gestsdóttir, önnur á parinu ásamt Helgu Kristínu Einarsdóttur en Heiðrún Anna spilaði frábært golf í dag sem skilaði henni sigri.

Lokastaðan í kvennaflokki:
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4)
2.-3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par)
2.-3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76–72) 216 högg (+3)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.