Golf

Ólafía hefur leik á Opna bandaríska á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía keppir á Opna bandaríska annað árið í röð.
Ólafía keppir á Opna bandaríska annað árið í röð. vísir/getty

Á morgun hefur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leik á Opna bandaríska meistaramótinu. Leikið er á Country Club Charleston vellinum í Suður-Karólínu.

Þetta er annað árið í röð sem Ólafía tekur þátt á Opna bandaríska. Í fyrra var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Þetta er jafnframt sjöunda risamótið sem Ólafía tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn; á Evian meistaramótinu 2017.

Ólafía er í ráshóp með bandaríska áhugakylfingnum Ginu Kim og Jiyu Jung frá Suður-Kóreu fyrstu tvo keppnisdagana.

Ólafía, Kim og Jung hefja leik klukkan 18:46 að íslenskum tíma á morgun. Þær byrja á 10. braut.

Í síðustu viku tók Ólafía þátt á Pure Silke-meistaramótinu. Það var fyrsta mót hennar á LPGA-mótaröðinni í ár. Hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.