Golf

Woods getur jafnað met með sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods
Tiger Woods vísir/getty

Tiger Woods ætlar sér að jafna met Sam Snead um helgina þegar hann tekur þátt á The Memorial mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Ef Woods tekst að vinna mótið þá verður það hans 82 sigur á PGA mótaröðinni. Sá eini sem hefur náð í svo marga PGA sigra er Snead.

„Það að ná svo mörgum sigrum þarf langlífi og mörg heit ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi fyrir mótið í Ohio.

„Ég hef átt tíu ár þar sem ég hef unnið fimm eða fleiri mót og þú þarft mörg svoleiðis tímabil.“

Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu á dögunum en hann vann Mastersmótið fyrr á tímabilinu.

„Mér líður mun betur núna, eftir PGA meistaramótið, en ég þarf bara að spila aðeins meira. Vonandi næ ég fjórum góðum dögum um helgina fyrir Opna bandaríska.“

Útsending frá The Memorial hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.