Körfubolti

Darri Freyr fetaði í fótspor Kjartans Henry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darri Freyr getur huggað sig við að hafa landað þeim stóra þó svo hann hafi ekki verið þjálfari ársins.
Darri Freyr getur huggað sig við að hafa landað þeim stóra þó svo hann hafi ekki verið þjálfari ársins. vísir/daníel þór
Svo virðist sem þjálfari Íslandsmeistaraliðs Vals, Darri Freyr Atlason, sé ósáttur við að hafa ekki verið valinn besti þjálfari Dominos-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í hádeginu.

Darri skundaði á Twitter skömmu eftir valið og tengdi við færslu um valið. Færslan var einföld. Emoji-kall sem búið er að renna fyrir munninn á.

Slíkt hið sama gerði knattspyrnukappinn Kjartan Henry Finnbogason fyrir ekki svo löngu síðan er hann var ekki valinn í landsliðshópinn.

Viðar Örn Kjartansson var þá valinn í staðinn. Viðar skoraði svo í leiknum gegn Andorra og fagnaði með því að leika emoji-kallinn. Mjög eftirminnilegt.


Tengdar fréttir

Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð

Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met.

Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir

Viðar Örn Kjartansson var búinn að ákveða að fagna eins og hann gerði ef hann skyldi skora gegn Andorra í kvöld, sem og hann gerði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.