Körfubolti

Baldur tekur Brodnik með sér á Sauðárkrók

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baldur messar yfir sínum mönnum síðasta vetur.
Baldur messar yfir sínum mönnum síðasta vetur. vísir/bára

Tindastóll er byrjað að þétta raðirnar fyrstu næstu leiktíð í Dominos-deild karla en í gær var tilkynnt að Jaka Brodnik væri kominn til félagsins.

Jaka lék með Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð en hann fylgir því Baldri Þór Ragnarssyni sem þjálfaði Þór á ný yfirstöðnu tímabil og er búið að færa sig yfir í Síkið.

Jaka skoraði að meðaltali tæp fimmtán stig í liði Þórs síðasta vetur og var afar öflugur í liðinu sem kom mikið á óvart með því að slá út, einmitt, Tindastól í 8-liða úrslitum deildarinnar.

Hann er frá Slóveníu og er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við Tindastól um að leika með liðinu á næstu leiktíð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.