Sjálfstætt fólk Magnús Pálmi Skúlason skrifar 11. maí 2019 16:54 Í upphafi síðustu aldar ákvað vinnumaður einn að kaupa sér bæ upp á heiði. Endurskírði hann bæinn og hugðist flytja þangað fjölskyldu sína og hefja búskap. Ástæður hans gátu hafa verið margræðar en hans heitasta ósk var að verða sjálfstæður. Við ákvörðun sína hugði hann ekkert að því hvort heiðin væri búsældarleg og líkleg til að menn og skepnur þrifust þar vel. Þá hugði hann ekki að veðrabrigðum á heiðinni eða öðru sem nauðsynlegt er að gera áður en teknar eru ákvarðanir sem ekki aðeins höfðu áhrif á líf hans sjálfs heldur jafnframt líf annarra í fjölskyldu hans. Hann skyldi verða sjálfstæður. Við vitum öll hvernig sagan af Bjarti í Sumarhúsum endaði, þegar hann hrökklaðist niður af heiðinni í lok bókar. Nú um það bil einni öld síðar ásælist hópur, undir forystu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, völd í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Ástæður hópsins eru ekki að sjóðurinn sé illa rekinn, ávöxtun slæm, kostnaður hár eða þjónusta við sjóðfélaga sé léleg. Ástæðan virðist sú að sjóðurinn skuli vera sjálfstæður, til þess eins að vera sjálfstæður. Þegar ég lýsti þessu fyrir góðum vini mínum kvað hann við að áætlanir þessa hóps væru álíka gáfulegar og að vera á ferðalagi í sólskini og ákveða að leita uppi rigningu. Það sem alvarlegast er að mínum dómi er sú breyting sem framangreindur forsprakki hópsins hefur lagt til fyrir ársfund lífeyrissjóðsins. Sú tillaga, sem sett er fram í nafni frelsis og sjóðfélagalýðræðis, gengur út á það að taka valdið af sjóðfélögum um að ákveða rekstrarfyrirkomulag sjóðsins og fela það stjórn. Þannig, nái tillagan fram að ganga, gæti meirihluti stjórnar (4 af 7) ákveðið að slíta rekstrarsamningi þeim sem nú er í gildi við Arion banka og stefnt okkur öllum hinum upp á heiðina án þess að nokkurt okkar fengi eitthvað um það sagt. Allar breytingar í starfsemi lífeyrissjóðs eiga að gerast hægt og að vel yfirlögðu ráði. Nái tillaga Halldórs Friðriks fram að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að hann og þrír aðrir stjórnarmenn geti strax næstkomandi þriðjudag sagt upp rekstrarsamningi við bankann og stefnt öllum 60 þúsund sjóðfélögunum út í óvissuna. Það sem hefur vantað í málflutning þessa ágæta hóps er: Sjálfstæði og hvað svo? Nái tillagan fram að ganga er alveg ljóst að við hin sitjum uppi með áhættuna og þann kostnað sem kann af hljótast af því er fjórir stjórnarmenn ákveða að slíta rekstarsamningi við rekstraraðila. Ef sjóðfélagar hafa ímyndað sér eða verið talin trú um að það feli í sér enga áhættu að fara með sjóðinn frá núverandi rekstraraðila þá er það rangt. Sjóðurinn hefur einn starfsmann, öll kerfi er fengin frá rekstraraðila, áhættustýring, eignastýring, bakvinnsla og allt annað er fengið þaðan. Það kann vel að vera að hið „sjálfstæða fólk“ ætli alls ekki að ana með sjóðinn út úr bankanum, en með því að breyta samþykktum með þeim hætti sem Halldór leggur til þá verður sú áhætta til staðar. Ég segi fyrir mig sem sjóðfélagi að ég er ekki tilbúinn að setja þetta vald í hendur stjórnar, hvað þá meirihluta stjórnar. Þá hugnast mér engan veginn að vera hluti af „Sælulífeyrissjóði“ Halldórs Friðriks þar sem meint frelsi mitt fælist í því að hann tæki ákvarðanir fyrir mig. Í samræðum mínum við sjóðfélaga er eitt atriði sem skiptir meira máli en annað og það er ÁVÖXTUN. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2% - 14,1%, sl. 5 ár 5,8% - 8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Þessi ákvöxtun kemur ekki að sjálfu sér en henni hefur verið náð á grundvelli núverandi rekstrarsambands. Það má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði skynsamlegt að breyta eða slíta tengslin við núverandi rekstraraðila. Sá tímapunktur er ekki í dag og væri slík ákvörðun tekin ætti alltaf að stíga varlega til jarðar og breyta til í hægum markvissum skrefum þannig að alveg sé ljóst að lífeyri okkar sé ekki stefnt í hættu. Að lokum vil ég óska frambjóðendum góðs gengis næstkomandi mánudag og vona að ferðinni verði heitið til móts við sólskinið en lífeyrissjóðnum verði ekki stýrt til móts við rok og rigningu. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsa og frambjóðandi til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar ákvað vinnumaður einn að kaupa sér bæ upp á heiði. Endurskírði hann bæinn og hugðist flytja þangað fjölskyldu sína og hefja búskap. Ástæður hans gátu hafa verið margræðar en hans heitasta ósk var að verða sjálfstæður. Við ákvörðun sína hugði hann ekkert að því hvort heiðin væri búsældarleg og líkleg til að menn og skepnur þrifust þar vel. Þá hugði hann ekki að veðrabrigðum á heiðinni eða öðru sem nauðsynlegt er að gera áður en teknar eru ákvarðanir sem ekki aðeins höfðu áhrif á líf hans sjálfs heldur jafnframt líf annarra í fjölskyldu hans. Hann skyldi verða sjálfstæður. Við vitum öll hvernig sagan af Bjarti í Sumarhúsum endaði, þegar hann hrökklaðist niður af heiðinni í lok bókar. Nú um það bil einni öld síðar ásælist hópur, undir forystu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, völd í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Ástæður hópsins eru ekki að sjóðurinn sé illa rekinn, ávöxtun slæm, kostnaður hár eða þjónusta við sjóðfélaga sé léleg. Ástæðan virðist sú að sjóðurinn skuli vera sjálfstæður, til þess eins að vera sjálfstæður. Þegar ég lýsti þessu fyrir góðum vini mínum kvað hann við að áætlanir þessa hóps væru álíka gáfulegar og að vera á ferðalagi í sólskini og ákveða að leita uppi rigningu. Það sem alvarlegast er að mínum dómi er sú breyting sem framangreindur forsprakki hópsins hefur lagt til fyrir ársfund lífeyrissjóðsins. Sú tillaga, sem sett er fram í nafni frelsis og sjóðfélagalýðræðis, gengur út á það að taka valdið af sjóðfélögum um að ákveða rekstrarfyrirkomulag sjóðsins og fela það stjórn. Þannig, nái tillagan fram að ganga, gæti meirihluti stjórnar (4 af 7) ákveðið að slíta rekstrarsamningi þeim sem nú er í gildi við Arion banka og stefnt okkur öllum hinum upp á heiðina án þess að nokkurt okkar fengi eitthvað um það sagt. Allar breytingar í starfsemi lífeyrissjóðs eiga að gerast hægt og að vel yfirlögðu ráði. Nái tillaga Halldórs Friðriks fram að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að hann og þrír aðrir stjórnarmenn geti strax næstkomandi þriðjudag sagt upp rekstrarsamningi við bankann og stefnt öllum 60 þúsund sjóðfélögunum út í óvissuna. Það sem hefur vantað í málflutning þessa ágæta hóps er: Sjálfstæði og hvað svo? Nái tillagan fram að ganga er alveg ljóst að við hin sitjum uppi með áhættuna og þann kostnað sem kann af hljótast af því er fjórir stjórnarmenn ákveða að slíta rekstarsamningi við rekstraraðila. Ef sjóðfélagar hafa ímyndað sér eða verið talin trú um að það feli í sér enga áhættu að fara með sjóðinn frá núverandi rekstraraðila þá er það rangt. Sjóðurinn hefur einn starfsmann, öll kerfi er fengin frá rekstraraðila, áhættustýring, eignastýring, bakvinnsla og allt annað er fengið þaðan. Það kann vel að vera að hið „sjálfstæða fólk“ ætli alls ekki að ana með sjóðinn út úr bankanum, en með því að breyta samþykktum með þeim hætti sem Halldór leggur til þá verður sú áhætta til staðar. Ég segi fyrir mig sem sjóðfélagi að ég er ekki tilbúinn að setja þetta vald í hendur stjórnar, hvað þá meirihluta stjórnar. Þá hugnast mér engan veginn að vera hluti af „Sælulífeyrissjóði“ Halldórs Friðriks þar sem meint frelsi mitt fælist í því að hann tæki ákvarðanir fyrir mig. Í samræðum mínum við sjóðfélaga er eitt atriði sem skiptir meira máli en annað og það er ÁVÖXTUN. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2% - 14,1%, sl. 5 ár 5,8% - 8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Þessi ákvöxtun kemur ekki að sjálfu sér en henni hefur verið náð á grundvelli núverandi rekstrarsambands. Það má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði skynsamlegt að breyta eða slíta tengslin við núverandi rekstraraðila. Sá tímapunktur er ekki í dag og væri slík ákvörðun tekin ætti alltaf að stíga varlega til jarðar og breyta til í hægum markvissum skrefum þannig að alveg sé ljóst að lífeyri okkar sé ekki stefnt í hættu. Að lokum vil ég óska frambjóðendum góðs gengis næstkomandi mánudag og vona að ferðinni verði heitið til móts við sólskinið en lífeyrissjóðnum verði ekki stýrt til móts við rok og rigningu. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsa og frambjóðandi til stjórnarkjörs.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun