Aukið vægi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins Elías Jónatansson skrifar 12. maí 2019 08:56 Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar