Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:00 Stephen Curry og Seth Curry. Getty/ Jonathan Ferrey Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn. NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn.
NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira