Þegnarnir á Selfossi reyna að gera uppreisn gegn kóngunum á Ásvöllum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 11:30 Patrekur Jóhannesson stýrði Haukum til Íslandsmeistaratitils árið 2015. vísir/vilhelm Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta hefst í kvöld þegar að deildarmeistarar Hauka taka á móti Selfyssingum í Schenker-höllinni að Ásvöllum klukkan 18.30 en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Það má svo sannarlega segja að þarna mæta konungar íslenska handboltans á þessari öld þegnum sínum en Haukar hafa sett ný viðmið í íslenska boltanum síðan að þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 og þann fyrsta í nútíma handbolta. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið 1943 og spiluðu til úrslita árið 1994 en töpuðu þá fyrir ótrúlegu liði Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á uppleið en það Valslið jafnaði met Víkinga frá níunda áratug síðustu aldar og vann fjögur ár í röð. Eftir að aldamótin gengu í garð án mikilla tölvuvandræða eins og búist var við tóku Haukar yfir íslenska boltann og unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 með því að leggja Fram, 3-1, í úrslitarimmunni.Haukar eru vanir að vinna og Gunnar Magnússon er búinn að skila einum Íslandsmeistaratitili í hús.vísir/vilhelmDrottnun Haukanna Haukar spiluðu til úrslita árlega frá 2000-2005 og unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum á sex árum, þar af þrisvar í röð frá 2002-2005. Á sama tíma náði liðið ótrúlegum árangri í Meistaradeild Evrópu en drottnun liðsins varð meðal annars til þess að úrslitakeppnin var lögð af frá 2006-2008. Eftir tvö mögur ár urðu Haukar meistarar eftir venjulega deildarkeppni árið 2008 og tóku svo Valsmenn tvö ár í röð í úrslitakeppninni 2009 og 2010 og unnu aftur þrjú ár í röð. Íslandsmeistaratitlarnir orðnir átta á ellefu árum. Haukar þurftu svo bíða í fjögur ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli en unnu deildarmeistaratitilinn þrisvar sinnum á þeim árum og töpuðu tvívegis í lokaúrslitunum. Það var svo 2015 sem liðið sópaði úrslitakeppninni og vann sinn ellefta Íslandsmeistaratitil árið 2016 eftir að verða deildarmeistari í tólfta sinn. Öldin í hnotskurn hjá Haukum eru því tíu Íslandsmeistaratitlar og ellefu deildarmeistaratitlar auk þess sem liðið hefur spilað tólf sinnum til úrslita. Öldin hefur verið Haukanna.Selfyssinga þyrstir í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.vísir/báraGlugginn að lokast hratt Selfyssingar eru svo sannarlega litla liðið í einvíginu í sögulegu samhengi en liðið hefur aðeins einu sinni leikið um Íslandsmeistaratitilinn. Það var í fyrstu úrslitakeppninni undir núverandi fyrirkomulagi sem spiluð var árið 1992. Selfoss snýr nú aftur í lokaúrslitin í 25. úrslitakeppninni, 27 árum síðar, en liðið hefur aldrei í sögunni unnið svo mikið sem einn stóran bikar. Selfoss mætti þá öðrum deildarmeisturum frá Hafnarfirði, FH. Selfoss var með frábært lið en það fékk til sín Sigga Sveins til að bæta ofan á frábæra heimamenn eins og Einar Gunnar Sigurðsson, Einar Guðmundsson, Gústaf og Sigurjón Bjarnasyni og markvörðinn magnaða Gísla Felix Bjarnason. FH, sem vann þrefalt þetta ár undir stjórn Kristjáns Arasonar, vann rimmuna í fjórum leikjum og lyfti Íslandsmeistaratitilinum á Selfossi. Þá, eins og nú, var Selfoss ekki með heimaleikjaréttinn. Selfoss hefur dvalið stóran hluta þessarar aldar í næst efstu deild en er nú komið með gríðarlega spennandi lið sem hefur hrifið marga. Ungstirnin og landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru í miklu uppáhaldi hjá handboltaáhugamönnum enda framtíðarmenn Íslands.Haukar sóttu Ásgeir Örn Hallgrímsson heim fyrir tímabilið og nú er Vignir Svavarsson á leiðinni.vísir/vilhelmSókn gegn vörn Glugginn gæti verið að lokast ansi hratt á Selfyssinga sem missa Patrek Jóhannesson og Elvar Örn til Skjern eftir tímabilið á meðan að Haukar, til dæmis, eru strax byrjaðir að leggja drög að næsta tímabili með því að fá landsliðsmanninn fyrrverandi Vigni Svavarsson heim. Haukar munu vafalítið halda áfram að vera við toppinn í íslenskum handbolta en næstu tvær vikurnar fá þegnarnir á Selfossi kjörið tækifæri til að gera uppreisn gegn höfðingjum handboltakonungríkisins.Helsta tölfræði liðanna í úrslitakeppninni: Mörk skoruð: Haukar: 29,5 Selfoss: 30,4 Mörk fengin á sig: Haukar: 27,6 Selfoss: 29 Hlutfallsmarkvarsla: Haukar: 34,9 Selfoss: 25,6 Stoðsendingar: Haukar: 10,9 Selfoss: 9,4 Löglegar stöðvanir: Haukar: 19 Selfoss: 25,4 Tvær mínútur: Haukar: 4,1 Selfoss: 3,8 Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta hefst í kvöld þegar að deildarmeistarar Hauka taka á móti Selfyssingum í Schenker-höllinni að Ásvöllum klukkan 18.30 en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Það má svo sannarlega segja að þarna mæta konungar íslenska handboltans á þessari öld þegnum sínum en Haukar hafa sett ný viðmið í íslenska boltanum síðan að þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 og þann fyrsta í nútíma handbolta. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið 1943 og spiluðu til úrslita árið 1994 en töpuðu þá fyrir ótrúlegu liði Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á uppleið en það Valslið jafnaði met Víkinga frá níunda áratug síðustu aldar og vann fjögur ár í röð. Eftir að aldamótin gengu í garð án mikilla tölvuvandræða eins og búist var við tóku Haukar yfir íslenska boltann og unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 með því að leggja Fram, 3-1, í úrslitarimmunni.Haukar eru vanir að vinna og Gunnar Magnússon er búinn að skila einum Íslandsmeistaratitili í hús.vísir/vilhelmDrottnun Haukanna Haukar spiluðu til úrslita árlega frá 2000-2005 og unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum á sex árum, þar af þrisvar í röð frá 2002-2005. Á sama tíma náði liðið ótrúlegum árangri í Meistaradeild Evrópu en drottnun liðsins varð meðal annars til þess að úrslitakeppnin var lögð af frá 2006-2008. Eftir tvö mögur ár urðu Haukar meistarar eftir venjulega deildarkeppni árið 2008 og tóku svo Valsmenn tvö ár í röð í úrslitakeppninni 2009 og 2010 og unnu aftur þrjú ár í röð. Íslandsmeistaratitlarnir orðnir átta á ellefu árum. Haukar þurftu svo bíða í fjögur ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli en unnu deildarmeistaratitilinn þrisvar sinnum á þeim árum og töpuðu tvívegis í lokaúrslitunum. Það var svo 2015 sem liðið sópaði úrslitakeppninni og vann sinn ellefta Íslandsmeistaratitil árið 2016 eftir að verða deildarmeistari í tólfta sinn. Öldin í hnotskurn hjá Haukum eru því tíu Íslandsmeistaratitlar og ellefu deildarmeistaratitlar auk þess sem liðið hefur spilað tólf sinnum til úrslita. Öldin hefur verið Haukanna.Selfyssinga þyrstir í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.vísir/báraGlugginn að lokast hratt Selfyssingar eru svo sannarlega litla liðið í einvíginu í sögulegu samhengi en liðið hefur aðeins einu sinni leikið um Íslandsmeistaratitilinn. Það var í fyrstu úrslitakeppninni undir núverandi fyrirkomulagi sem spiluð var árið 1992. Selfoss snýr nú aftur í lokaúrslitin í 25. úrslitakeppninni, 27 árum síðar, en liðið hefur aldrei í sögunni unnið svo mikið sem einn stóran bikar. Selfoss mætti þá öðrum deildarmeisturum frá Hafnarfirði, FH. Selfoss var með frábært lið en það fékk til sín Sigga Sveins til að bæta ofan á frábæra heimamenn eins og Einar Gunnar Sigurðsson, Einar Guðmundsson, Gústaf og Sigurjón Bjarnasyni og markvörðinn magnaða Gísla Felix Bjarnason. FH, sem vann þrefalt þetta ár undir stjórn Kristjáns Arasonar, vann rimmuna í fjórum leikjum og lyfti Íslandsmeistaratitilinum á Selfossi. Þá, eins og nú, var Selfoss ekki með heimaleikjaréttinn. Selfoss hefur dvalið stóran hluta þessarar aldar í næst efstu deild en er nú komið með gríðarlega spennandi lið sem hefur hrifið marga. Ungstirnin og landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru í miklu uppáhaldi hjá handboltaáhugamönnum enda framtíðarmenn Íslands.Haukar sóttu Ásgeir Örn Hallgrímsson heim fyrir tímabilið og nú er Vignir Svavarsson á leiðinni.vísir/vilhelmSókn gegn vörn Glugginn gæti verið að lokast ansi hratt á Selfyssinga sem missa Patrek Jóhannesson og Elvar Örn til Skjern eftir tímabilið á meðan að Haukar, til dæmis, eru strax byrjaðir að leggja drög að næsta tímabili með því að fá landsliðsmanninn fyrrverandi Vigni Svavarsson heim. Haukar munu vafalítið halda áfram að vera við toppinn í íslenskum handbolta en næstu tvær vikurnar fá þegnarnir á Selfossi kjörið tækifæri til að gera uppreisn gegn höfðingjum handboltakonungríkisins.Helsta tölfræði liðanna í úrslitakeppninni: Mörk skoruð: Haukar: 29,5 Selfoss: 30,4 Mörk fengin á sig: Haukar: 27,6 Selfoss: 29 Hlutfallsmarkvarsla: Haukar: 34,9 Selfoss: 25,6 Stoðsendingar: Haukar: 10,9 Selfoss: 9,4 Löglegar stöðvanir: Haukar: 19 Selfoss: 25,4 Tvær mínútur: Haukar: 4,1 Selfoss: 3,8
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira