Innlent

Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir

Kjartan Kjartansson skrifar
Frosti Sigurjónsson (t.v.) afhendir Guðjóni Brjánssyni, varaforseta þingsins, undirskriftirnar. Guðjón tók við þeim í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, þingforseta.
Frosti Sigurjónsson (t.v.) afhendir Guðjóni Brjánssyni, varaforseta þingsins, undirskriftirnar. Guðjón tók við þeim í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, þingforseta. Orkan okkar

Fulltrúar hópsins Orkunnar okkar afhentu varaforseta Alþingis undirskriftalista gegn þriðja orkupakkanum. Hópurinn segist hafa safnað rúmlega þrettán þúsund undirskriftum gegn samþykkt breytingarinnar á EES-samningnum.

Síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda hefur staðið yfir á Alþingi í dag. Í kvöld afhenti Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, Guðjóni S. Brjánssyni, fyrsta varaforseta þingsins, lista með nöfnum sem hópurinn safnaði í rafrænni undirskriftarsöfnun.

„Ekki reyndist unnt að safna öllum eiginhandarundirritunum saman en tæplega 14.000 undirskriftir (nákvæm tala 13.480) voru afhentar þingforseta í dag . Undirskriftarsöfnunin heldur áfram þar til atkvæðagreiðsla um málið hefur farið fram,“ segir í tilkynningu frá Orkunni okkar.

Með undirskriftunum krefst hópurinn þess að Alþingi hafni staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á fjórða viðaukanum við EES-samninginn sem fjallar um orkumál sem í daglegu tali hefur verið nefnd þriðji orkupakkinn.

Þá krefst hópurinn þess að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans á þeim forsendum að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópusambandsins.

Síðari umræða um breytingarnar á viðaukanum við EES-samninginn stendur enn yfir. Klukkan átta í kvöld voru enn um tuttugu þingmenn á mælendaskrá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.