Golf

Tiger mætir úthvíldur á PGA-meistaramótið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger á síðasta æfingahringnum fyrir mótið.
Tiger á síðasta æfingahringnum fyrir mótið. vísir/getty

PGA-meistaramótið hefst í dag og Tiger Woods náði aðeins að spila níu æfingaholur fyrir mótið. Hann kaus að hvíla í gær á meðan aðrir æfðu.

Umboðsmaður Tigers sagði að Tiger væri hvorki meiddur né tæpur. Hann hefði verið búinn að undirbúa sig vel og ekki þurft að spila í gær.

Þetta er annað risamót ársins en eins og flestir muna gerði Tiger sér lítið fyrir og vann Masters-mótið á dögunum.

Það sem fær fólk til þess að efast um hvort Tiger sé alveg líkamlega heill er sú staðreynd að hann ætlaði að spila níu holur í gær og kylfusveinninn hans beið eftir honum á vellinum. Aldrei lét þó Tiger sjá sig.

Þetta kemur allt saman í ljós á eftir en mótið er í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá mótinu klukkan 17.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.