Úthöfin og framtíð okkar Pétur Halldórsson skrifar 17. maí 2019 08:00 Ungt fólk á hvað mest í húfi varðandi umhverfismál enda þarf ungt fólk að taka við því ástandi sem fyrri kynslóðir hafa skapað. Í okkar tilfelli eru það m.a. loftslagsbreytingar og nýtt útrýmingarskeið tegunda á jörðu. Þrátt fyrir þessa miklu hagsmuni hefur til þessa ekki verið tryggt að ungt fólk geti komið að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Þetta á ekki bara við í umhverfismálum heldur samfélagsmálum almennt. Í mars sl. var ég staddur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York að fylgjast með samningaviðræðum um úthöf heimsins, þ.e. öll hafsvæði utan 200 mílna lögsögu ríkja en þau eru tæplega helmingur yfirborðs jarðar. Þessi samningur er kenndur við Náttúruvernd utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond National Jurisdiction – BBNJ) og á samningaviðræðum að ljúka í byrjun árs 2020. Þarna var ég staddur sem fulltrúi Ungra umhverfissinna, félagssamtaka ungmenna á Íslandi um umhverfisvernd, en komst fljótt að því að ég var eini ungmennafulltrúinn viðstaddur. Ísland var s.s. eina ríkið í heiminum með lýðræðislega kjörinn fulltrúa ungmenna að fylgjast með samningaviðræðunum, jafnvel þótt þær fjalli um hvorki meira né minna en helming plánetunnar. Þetta þótti mér lýsandi fyrir ástand heimsins í dag, enda er beinlínis skaðlegt fyrir samfélag og umhverfi að ungt fólk hafi ekki tækifæri til að hafa áhrif á eigin framtíð. Í þessu tilfelli orsakast sá skaði annars vegar af því að samninganefndir ríkjanna eiga ekki jafn mikið í húfi og ungt fólk og hins vegar af því að ungt fólk hefur nauðsynlegt leiðtogahlutverk í farsælli samvinnu milli ríkja og ólíkra menningarheima. Samstarf ungs fólks byggir á þeirri heimsmynd að jörðin sé okkar sameiginlega heimili og ungt fólk hefur ekki þolinmæði fyrir skaðlegum sjónarmiðum á borð við þau sem t.d. einkenndu tíma kalda stríðsins. Eitt dæmi um alþjóðasamvinnu ungs fólks í umhverfismálum er hið alþjóðlega tengslanet ungmenna um norðurslóðir (Arctic Youth Network – AYN), sem var stofnað að frumkvæði Ungra umhverfissinna eftir fund með hóp frá Alaska (Arctic Youth Ambassadors) á Hringborði norðurslóða í Hörpu, haustið 2017. Tengslanetið var formlega stofnað í Norræna húsinu í apríl sl. en hefur nú þegar ungmenni í 30 löndum sem hafa skuldbundið sig til að vinna saman að málefnum Norðurslóða með áherslu á hvernig loftslagsmál, náttúruvernd og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis. En hvað vill ungt fólk fyrir úthöfin? Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand lífríkis á heimsvísu (Global Environment Outlook) sýnir að ástandið hefur aldrei verið verra og umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa talað um þörf á auknum metnaði í umhverfismálum, m.a. með því að nálgast náttúruvernd og loftslagsmál í sameiningu. Sé horft til úthafanna er því þrennt sem skiptir mestu máli fyrir ungt fólk: Í fyrsta lagi þarf að koma á neti verndarsvæða sem fá frið fyrir skaðlegum athöfnum manna. Þannig er hægt að vernda einstök og viðkvæm svæði, t.d. hverastrýtur með einstöku lífríki sem talið er að líkist þeim aðstæðum þar sem uppruni lífs átti sér stað (Lost City Hydrothermal Field). Í núverandi fyrirkomulagi er verið að undirbúa námuvinnslu á svæðum sem þessum. Í öðru lagi þarf að tryggja að mat á umhverfisáhrifum sé framkvæmt á fullnægjandi hátt og það sé forsenda fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Í núverandi fyrirkomulagi er t.d. vitað að botnvörpuveiðar hafa mikil áhrif á sjávarbotnsvistkerfi en umhverfisáhrif þeirra hafa samt sem áður ekki verið metin. Í þriðja lagi þarf að tryggja að vernd og nýting á alþjóðahafsvæðum lúti sömu yfirstjórn, svo að skýrt sé að nýting byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar og tekið sé mið af samlegðaráhrifum vegna ólíkra athafna manna. Í núverandi fyrirkomulagi er nýting og vernd ýmist aðskilin, t.d. í Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC og OSPAR), eða stjórnlaus líkt og á stórum hluta úthafssvæða heimsins. Núverandi fyrirkomulag skortir því bæði það skipulag og gagnsæi sem þarf til að tryggja sjálfbæra nýtingu og vernd úthafssvæða. En eru samningaviðræðurnar á réttri leið? Mín upplifun á síðasta samningafundi var sú að of mörg ríki séu enn föst í sérhagsmunagæslu eigin ríkis og geri sér ekki fyllilega grein fyrir því neyðarástandi sem ríkir á jörðinni. Nú styttist í þriðja samningafundinn, sem verður í lok ágúst, og mun sá fjórði og síðasti eiga sér stað í byrjun árs 2020. Ef koma á í veg fyrir að samningaviðræðurnar mistakist er nauðsynlegt að ungt fólk geti haft áhrif, ekki bara á Íslandi heldur í öllum ríkjum heimsins. Samtal Ungra umhverfissinna við íslensku sendinefndina hefur vissulega verið framför en betur má ef duga skal. Eðlilegast væri að ungt fólk hefði fulltrúa í sendinefndum Íslands á alþjóðavettvangi því framtíð plánetunnar er ekki einkamál stjórnvalda. Þá skiptir líka höfuðmáli að ungt fólk sé ekki notað sem skrautfjöður, heldur fái raunverulega að taka þátt í ákvarðanatöku í krafti lýðræðislegs umboðs. Þátttaka ungs fólks í sendinefndum væri jafnframt í takt við áherslur íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi, s.s. í formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskautsráðsins, sem fjalla m.a. um að valdefla ungt fólk og efla samfélagsþátttöku á norðurslóðum. Ef við ætlum að leysa þær hnattrænu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þá verðum við að gera það saman.Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ungt fólk á hvað mest í húfi varðandi umhverfismál enda þarf ungt fólk að taka við því ástandi sem fyrri kynslóðir hafa skapað. Í okkar tilfelli eru það m.a. loftslagsbreytingar og nýtt útrýmingarskeið tegunda á jörðu. Þrátt fyrir þessa miklu hagsmuni hefur til þessa ekki verið tryggt að ungt fólk geti komið að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Þetta á ekki bara við í umhverfismálum heldur samfélagsmálum almennt. Í mars sl. var ég staddur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York að fylgjast með samningaviðræðum um úthöf heimsins, þ.e. öll hafsvæði utan 200 mílna lögsögu ríkja en þau eru tæplega helmingur yfirborðs jarðar. Þessi samningur er kenndur við Náttúruvernd utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond National Jurisdiction – BBNJ) og á samningaviðræðum að ljúka í byrjun árs 2020. Þarna var ég staddur sem fulltrúi Ungra umhverfissinna, félagssamtaka ungmenna á Íslandi um umhverfisvernd, en komst fljótt að því að ég var eini ungmennafulltrúinn viðstaddur. Ísland var s.s. eina ríkið í heiminum með lýðræðislega kjörinn fulltrúa ungmenna að fylgjast með samningaviðræðunum, jafnvel þótt þær fjalli um hvorki meira né minna en helming plánetunnar. Þetta þótti mér lýsandi fyrir ástand heimsins í dag, enda er beinlínis skaðlegt fyrir samfélag og umhverfi að ungt fólk hafi ekki tækifæri til að hafa áhrif á eigin framtíð. Í þessu tilfelli orsakast sá skaði annars vegar af því að samninganefndir ríkjanna eiga ekki jafn mikið í húfi og ungt fólk og hins vegar af því að ungt fólk hefur nauðsynlegt leiðtogahlutverk í farsælli samvinnu milli ríkja og ólíkra menningarheima. Samstarf ungs fólks byggir á þeirri heimsmynd að jörðin sé okkar sameiginlega heimili og ungt fólk hefur ekki þolinmæði fyrir skaðlegum sjónarmiðum á borð við þau sem t.d. einkenndu tíma kalda stríðsins. Eitt dæmi um alþjóðasamvinnu ungs fólks í umhverfismálum er hið alþjóðlega tengslanet ungmenna um norðurslóðir (Arctic Youth Network – AYN), sem var stofnað að frumkvæði Ungra umhverfissinna eftir fund með hóp frá Alaska (Arctic Youth Ambassadors) á Hringborði norðurslóða í Hörpu, haustið 2017. Tengslanetið var formlega stofnað í Norræna húsinu í apríl sl. en hefur nú þegar ungmenni í 30 löndum sem hafa skuldbundið sig til að vinna saman að málefnum Norðurslóða með áherslu á hvernig loftslagsmál, náttúruvernd og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis. En hvað vill ungt fólk fyrir úthöfin? Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand lífríkis á heimsvísu (Global Environment Outlook) sýnir að ástandið hefur aldrei verið verra og umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa talað um þörf á auknum metnaði í umhverfismálum, m.a. með því að nálgast náttúruvernd og loftslagsmál í sameiningu. Sé horft til úthafanna er því þrennt sem skiptir mestu máli fyrir ungt fólk: Í fyrsta lagi þarf að koma á neti verndarsvæða sem fá frið fyrir skaðlegum athöfnum manna. Þannig er hægt að vernda einstök og viðkvæm svæði, t.d. hverastrýtur með einstöku lífríki sem talið er að líkist þeim aðstæðum þar sem uppruni lífs átti sér stað (Lost City Hydrothermal Field). Í núverandi fyrirkomulagi er verið að undirbúa námuvinnslu á svæðum sem þessum. Í öðru lagi þarf að tryggja að mat á umhverfisáhrifum sé framkvæmt á fullnægjandi hátt og það sé forsenda fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Í núverandi fyrirkomulagi er t.d. vitað að botnvörpuveiðar hafa mikil áhrif á sjávarbotnsvistkerfi en umhverfisáhrif þeirra hafa samt sem áður ekki verið metin. Í þriðja lagi þarf að tryggja að vernd og nýting á alþjóðahafsvæðum lúti sömu yfirstjórn, svo að skýrt sé að nýting byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar og tekið sé mið af samlegðaráhrifum vegna ólíkra athafna manna. Í núverandi fyrirkomulagi er nýting og vernd ýmist aðskilin, t.d. í Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC og OSPAR), eða stjórnlaus líkt og á stórum hluta úthafssvæða heimsins. Núverandi fyrirkomulag skortir því bæði það skipulag og gagnsæi sem þarf til að tryggja sjálfbæra nýtingu og vernd úthafssvæða. En eru samningaviðræðurnar á réttri leið? Mín upplifun á síðasta samningafundi var sú að of mörg ríki séu enn föst í sérhagsmunagæslu eigin ríkis og geri sér ekki fyllilega grein fyrir því neyðarástandi sem ríkir á jörðinni. Nú styttist í þriðja samningafundinn, sem verður í lok ágúst, og mun sá fjórði og síðasti eiga sér stað í byrjun árs 2020. Ef koma á í veg fyrir að samningaviðræðurnar mistakist er nauðsynlegt að ungt fólk geti haft áhrif, ekki bara á Íslandi heldur í öllum ríkjum heimsins. Samtal Ungra umhverfissinna við íslensku sendinefndina hefur vissulega verið framför en betur má ef duga skal. Eðlilegast væri að ungt fólk hefði fulltrúa í sendinefndum Íslands á alþjóðavettvangi því framtíð plánetunnar er ekki einkamál stjórnvalda. Þá skiptir líka höfuðmáli að ungt fólk sé ekki notað sem skrautfjöður, heldur fái raunverulega að taka þátt í ákvarðanatöku í krafti lýðræðislegs umboðs. Þátttaka ungs fólks í sendinefndum væri jafnframt í takt við áherslur íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi, s.s. í formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskautsráðsins, sem fjalla m.a. um að valdefla ungt fólk og efla samfélagsþátttöku á norðurslóðum. Ef við ætlum að leysa þær hnattrænu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þá verðum við að gera það saman.Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar