Innlent

Hand­teknir vegna líkams­á­rása í Reykja­vík og Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti vegna nokkurra ökumanna sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögregla þurfti að hafa afskipti vegna nokkurra ökumanna sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt tvo vegna líkamsárása í Reykjavík annars vegar og Hafnarfirði hins vegar.

Í dagbók lögreglu segir að maður hafi verið handtekinn í hverfi 108 vegna líkamsárásar. Var maðurinn mjög ölvaður og vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka skýrslu af honum.

Þá segir að annar maður hafi verið handtekinn í Hafnarfirði vegna líkamsárásar og fjársvika, og var hann vistaður í fangaklefa.

Einnig segir að tilkynnt hafi verið um rúðubrot í skóla í Kópavogi og voru gerendur farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti vegna nokkurra ökumanna sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×