Handbolti

Guðmundur Árni í Mosfellsbæinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson er mættur í Mosó.
Guðmundur Árni Ólafsson er mættur í Mosó. mynd/UMFA
Afturelding heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur en nú er liðið búið að fá til sín hægri hornamanninn Guðmund Árna Ólafsson.

Guðmundur Árni skrifar undir þriggja ára samning við Aftureldingu en hann kemur í Mosfellsbæinn frá HK þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp í Olís-deildina úr Grill 66-deildinni í vetur.

Hann var í fríi á síðustu leiktíð vegna anna í vinnu en hjálpaði þáverandi félagi sínu Haukum í fyrstu leikjunum. Hann er þrautreyndur atvinnumaður og hefur spilað fjórtán leiki fyrir A-landslið Íslands.

Afturelding er nú með fjóra öfluga hægri hornamenn innan sinna raða en fyrir eru hjá liðinu Finnur Ingi Stefánsson, Gestur Ólafur Ingvarsson og Árni Bragi Eyjólfsson.

Mosfellingar hafa verið duglegir að bæta við sig mönnum á síðustu dögum en í síðustu viku tilkynnti liðið um komu Þorsteins Gauta Hjálmarssonar, Karolis Stropus og Sveins José Rivera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×