Spurning Elliða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:32 Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun